Fréttasafn



31. maí 2021 Almennar fréttir Orka og umhverfi

Nýtt myndband frá Green by Iceland

Green by Iceland hefur birt nýtt kynningarmyndband sem fjallar um þann árangur sem Íslendingar hafa náð í nýtingu endurnýjanlegrar orku og markmið Íslands um kolefnishlutleysi 2040 og jarðefnaeldsneytislaust Ísland 2050. Því er ætlað að kynna vörumerkið Green by Iceland fyrir erlendum aðilum og hvetja til frekara samstarfs. Íslendingar hafa lengi nýtt jarðvarma og vatnsafl til sjálfbærrar orkuframleiðslu. Samkvæmt upplýsingum Green by Iceland stefnir Ísland að kolefnishlutleysi 2040 og í kjölfarið að landið verði laust við jarðefnaeldsneyti 2050. Íslenskir sérfræðingar ferðast um allan heim til að deila reynslu sinni og þekkingu. Green by Iceland er vettvangur sem tengir þá sem bjóða íslenskar grænar lausnir til útflutnings við kaupendur þeirra.

Hér er hægt að nálgast myndbandið sem er birt á LinkedIn, Facebook og YouTube:

LinkedIn: https://www.linkedin.com/feed/update/urn:li:activity:6805071031544406016

Facebook: https://fb.watch/5QrV-slbfa/

YouTube: https://youtu.be/Hqomdfd2Bbc