26. mar. 2021 Almennar fréttir Félag vinnuvélaeigenda Mannvirki Menntun

Nýtt nám í jarðvirkjun hefst í haust

Nám í jarðvirkjun verður í fyrsta sinn í boði frá hausti 2021 í Tækniskólanum. Um er að ræða nám sem veitir innsýn í verkferla, tækni og atvinnulíf hjá jarðverktökum. Jarðvirkjar er nýtt starfsheiti yfir þá sem vinna hjá jarðverktökum við m.a. landmótun, mokstur, efnisflutning, jarðlagnavinnu, undirbúning vega, yfirborðsfrágang og sambærileg verk. Námið er ætlað fyrir þá sem hyggjast vinna í þessari starfsgrein og fyrir þá sem nú þegar eru starfandi þar.

Á vef Tækniskólans er hægt að fá upplýsingar um námið. ´

Jardvirkjun2

 

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.