Fréttasafn



29. maí 2018 Almennar fréttir Menntun

Nýtt nám í tæknifræði

Tæknifræði Háskóla Íslands á vegum Keilis býður upp á nýjan valmöguleika fyrir þá sem langar í háskólanám en hafa ekki lokið stúdentsprófi. Um er að ræða nýtt nám og hægt er að taka fyrsta námsárið í dreifnámi. Ef viðkomandi hefur lokið sveinsprófi eða er með góða starfsreynslu þá býðst tækifæri til að hefja tæknifræðinám í Keili og um leið nám í tæknifræði við Háskóla Íslands.

Tæknifræðinámið er þriggja og hálfs árs nám til fullra starfsréttinda í tæknifræði og hentar þeim sem hafa áhuga á að læra að hanna tæknilausnir. Námið er að stórum hluta verklegt og í náminu vinna nemendur í litlum hópum með gott aðgengi að kennurum. Til að auðvelda fólki að hefja nám býður Keilir upp á dreifnám á fyrsta námsárinu. Dreifnámið er kennt sjö vikur í einu og hentar þeim sem vilja vinna samhliða námi til að byrja með og/eða þeim sem búa á landsbyggðinni og vilja ekki flytja strax á suðurhorn landsins. 

Hér er hægt að kynna sér námið frekar.  Umsóknarfrestur er til 5. júní næstkomandi.