29. maí 2018 Almennar fréttir Menntun

Nýtt nám í tæknifræði

Tæknifræði Háskóla Íslands á vegum Keilis býður upp á nýjan valmöguleika fyrir þá sem langar í háskólanám en hafa ekki lokið stúdentsprófi. Um er að ræða nýtt nám og hægt er að taka fyrsta námsárið í dreifnámi. Ef viðkomandi hefur lokið sveinsprófi eða er með góða starfsreynslu þá býðst tækifæri til að hefja tæknifræðinám í Keili og um leið nám í tæknifræði við Háskóla Íslands.

Tæknifræðinámið er þriggja og hálfs árs nám til fullra starfsréttinda í tæknifræði og hentar þeim sem hafa áhuga á að læra að hanna tæknilausnir. Námið er að stórum hluta verklegt og í náminu vinna nemendur í litlum hópum með gott aðgengi að kennurum. Til að auðvelda fólki að hefja nám býður Keilir upp á dreifnám á fyrsta námsárinu. Dreifnámið er kennt sjö vikur í einu og hentar þeim sem vilja vinna samhliða námi til að byrja með og/eða þeim sem búa á landsbyggðinni og vilja ekki flytja strax á suðurhorn landsins. 

Hér er hægt að kynna sér námið frekar.  Umsóknarfrestur er til 5. júní næstkomandi.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.