Fréttasafn



8. jún. 2017 Almennar fréttir

Nýútskrifaðir sveinar í gull- og silfursmíði

Félag íslenskra gullsmiða, FÍG, bauð nýsveinum sem þreyttu fyrir skömmu sveinspróf í gull- og silfursmíði til móttöku í Húsi atvinnulífsins í gær. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tækifæri.

Samtök iðnaðarins óska nýsveinunum til hamingju með áfangann en það voru 8 nemar sem þreyttu sveinspróf.