Fréttasafn



17. nóv. 2020 Almennar fréttir Félag dúklagninga og veggfóðrarameistara Mannvirki

Óbreytt stjórn Félags dúklagninga- og veggfóðrarameistara

Rafrænn aðalfundur Félags dúklagninga- og veggfóðrarameistara sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag var vel sóttur af félagsmönnum. Formaðurinn, Einar Beinteinsson, flutti skýrslu um störf stjórnar. Að því loknu voru reikningar félagsins kynntir og samþykktir. Það stóð til að kynna ný lög félagsins á þessum aðalfundi en ákveðið var að bíða með það og kynna þá frekar á hefðbundnum aðalfundi sem félagsmenn vonast til að verði hægt að halda á næsta ári.

Engin breyting varð á stjórn að þessu sinni en stjórnina skipa: Einar Beinteinsson, formaður, Stefán Stefánsson, varaformaður, Ólafur Jónsson, ritari, Þórarinn Líndal Steinþórsson, gjaldkeri og Haraldur Ísaksen, meðstjórnandi.

2020-adalfundur-Dukara-002-