Fréttasafn28. mar. 2022 Almennar fréttir Mannvirki Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði

Óbreytt stjórn Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði

Aðalfundur Meistarafélags iðnaðarmanna í Hafnarfirði, MIH, var haldinn á Hótel Selfossi 26. mars síðastliðinn. Stjórn helst óbreytt en í henni sitja Jón Þórðarson, formaður, Hjálmar R. Hafsteinsson, varaformaður, Sigurfinnur Sigurjónsson gjaldkeri, Stefán Örn Kristjánsson ritari og Hilmar Snær Rúnarsson meðstjórnandi. Fráfarandi varastjórn MIH gaf kost á sér áfram en hana skipa Kristinn Kristinsson, Arnar Þór Guðmundsson og Jóhann Unnar Sigurðsson. Kosið var um varaformann og gjaldkera. Fráfarandi stjórnarmenn gáfu báðir kost á sér áfram og komu engin mótframboð. 

Aðalfundur MIH var vel sóttur en um 60 félagsmenn mættu til fundarins. Þrettán nýir félagmenn gengu til liðs við félagið á milli aðalfunda og voru þeir kynntir á aðalfundinum.

Formaður félagsins, Jón Þórðarson, flutti skýrslu stjórnar þar sem farið var yfir það sem helst hefur brunnið á félagsmönnum ásamt því að tilgreina hvað Samtök iðnaðarins og Meistaradeild SI hafa verið að vinna fyrir félagsmenn. Að venju voru skipulags- og lóðamál mikið rædd á fundinum og kom fram á fundinum að félagið leggur áherslu á að ávallt séu lóðir í boði fyrir félagsmenn til að halda verkefnastöðunni stöðugri.

Árshátíð félagsins var haldin að kvöldi aðalfundardags þar sem um 160 gestir skemmtu sér vel og var það mál manna að þetta hafi verið ein besta árshátíð félagsins sem haldin hafi verið.

Adalfundur-2022_1_1648481087983Aðalfundurinn fór fram á Hótel Selfossi.

Adalfundur-2022_2_1648481123135Fundurinn var vel sóttur en um 60 félagsmenn MIH mættu.