Fréttasafn



11. maí 2018 Almennar fréttir

Oddvitar sjö framboða í Reykjavík svara spurningum í Gamla bíói

Oddvitar sjö framboða í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar tóku þátt í umræðum á opnum fundi í Gamla bíói síðastliðinn miðvikudag. Það voru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök verslunar og þjónustu sem stóðu fyrir fundinum.

Oddvitarnir sjö eru Dagur B. Eggertsson, Samfylkingunni, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Eyþór Arnalds, Sjálfstæðisflokknum, Ingvar Jónsson, Framsóknarflokknum, Líf Magneudóttir, Vinstri-grænum, Vigdís Hauksdóttir, Miðflokknum og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Viðreisn.

Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, og Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF,  spurðu frambjóðendur um helstu stefnumál þeirra gagnvart atvinnulífinu en Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, stýrði fundinum. 

Myndir frá fundinum eru á Facebook SI

Hér er hægt að horfa á upptöku frá fundinum.

<iframe src="https://player.vimeo.com/video/269201767" width="640" height="360" frameborder="0" webkitallowfullscreen mozallowfullscreen allowfullscreen></iframe><p><a href="https://vimeo.com/269201767">Samb&uacute;&eth; borgar og atvinnul&iacute;fs</a> from <a href="