Fréttasafn



24. okt. 2025 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Óhjákvæmilega mikil neikvæð áhrif á þjóðarbúið

„Þetta er gríðarlegt áfall. Við byggjum öll okkar lífskjör á Íslandi á því að framleiða verðmæti og flytja á erlenda markaði í formi vöru og þjónustu. Norðurál er einfaldlega eitt stærsta útflutningsfyrirtæki þjóðarinnar, þannig að þegar stór hluti framleiðslu þess dettur út um nokkurra mánaða skeið, þá mun það óhjákvæmilega hafa mikil neikvæð áhrif á þjóðarbúið,“ segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í forsíðufrétt Morgunblaðsins. Hann segir að við munum sjá það í minni hagvexti sem og áhrifum á afkomu margra fyrirtækja. „Auðvitað Norðuráls sjálfs sem og fyrirtækja sem skipta við Norðurál, eins og orkufyrirtækin. Eimskip hefur gefið út afkomuviðvörun og síðan eru fjölmörg önnur fyrirtæki ásamt fólki sem byggja sína afkomu að miklu leyti á viðskiptum við Norðurál, þannig að þetta högg verður víðtækt. Hugur okkar er sannarlega hjá fólkinu á svæðinu.“ 

Sigurður segir erfitt að segja til um hve mikið fjárhagslegt högg stöðvun á hluta starfsemi Norðuráls sé, enda spili margt þar inn í og ljóst sé að ríkisstjórnin þurfi að endurskoða fjármálastefnu og fjárlagafrumvarp næsta árs.

Morgunblaðið / mbl.is, 24. október 2025.

Morgunbladid-24-10-2025_1

Morgunbladid-24-10-2025_2