Fréttasafn5. des. 2018 Almennar fréttir Framleiðsla

Óhóf býður upp á smakk og matarsóunarhugvekju

Samstarfshópur um minni matarsóun býður í dag til svonefnds Óhófs þar sem boðið er upp á veitingar úr hráefnum sem ekki nýtast sem skyldi. Óhófið fer fram í Loft HI hostel kl. 17.00-19.00 í dag. 

Það sem verður boðið upp á í Óhófinu er: Gísli Matt framreiðir smakk með fókus á fullnýtingu íslenskra matvæla, Amabadama taka nokkur vel valin umhverfislög, Björn Steinar Blumenstein býður upp á vodkadrykk úr endurlífguðum ávöxtum, Sigga Dögg verður með matarsóunarhugvekju og bókaupplestur og Rakel Garðars býður upp á smakk af Toast Ale. 

Hér er hægt að nálgast viðburðinn á Facebook.