Fréttasafn



17. ágú. 2020 Almennar fréttir

Framfarasjóður SI auglýsir eftir umsóknum

Fram til 10. september er hægt að senda inn umsóknir í Framfarasjóð Samtaka iðnaðarins en markmið sjóðsins er að styðja við og þróa framfaramál tengd iðnaði með áherslu á verkefni sem lúta að: 

  • Eflingu menntunar fyrir atvinnulífið með áherslu á iðn-, verk- og tækninám 
  • Nýsköpun sem styrkir framþróun í iðnaði 
  • Framleiðniaukningu með áherslu á skilvirkt rekstrarumhverfi

Umsóknir sendist á netfangið mottaka@si.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. september. Með umsókn þarf að fylgja greinargóð lýsing á verkefninu, markmiðum þess og með hvaða hætti verkefnið samræmist markmiðum og leiðarljósum sjóðsins. Þá þarf að fylgja verkáætlun, fjárhagsáætlun og staðfesting á annarri fjármögnun ef það á við. Með umsókn þarf að fylgja staðfesting á því að umsækjendur hafi kynnt sér úthlutunarreglur sjóðsins og þá fyrirvara sem þar koma fram.

Auglysing-2020