Fréttasafn



7. apr. 2020 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Opið fyrir umsóknir um frestun gjalddaga hjá Skattinum

Launagreiðendum sem eru í rekstrarörðugleikum sökum COVID-19 er heimilt að fresta þremur gjalddögum staðgreiðslu launamanna og tryggingagjalds. Heimildin snýr að gjalddögum á tímabilinu frá 1. apríl til 1. desember 2020. Frestun gjalddaga er til 15. janúar 2021. Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um frestun gjalddaga á þjónustusíðu Skattsins.

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um úrræðið og leiðbeiningar á vef Skattsins.