Fréttasafn



2. okt. 2023 Almennar fréttir Mannvirki Nýsköpun

Opið fyrir umsóknir um styrki úr Aski

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði og er umsóknarfrestur til og með 31. október. Sótt er um á vefsíðu Asks, www.hms.is/askur en þar eru einnig starfsreglur og kynning á sjóðnum, áherslum ársins og þeim gæðaviðmiðunum sem eru lögð til grundvallar við mat fagráðs á umsóknum.

Askur - mannvirkjarannsóknasjóður hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun veitir styrki til mannvirkja­rannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskor­unum á sviði mannvirkjagerðar. Áherslur sjóðsins snúa einkum að samfélagslegum áskorunum í byggingariðnaði, svo sem rakaskemmdum í mannvirkjum og aðgerðum til lækkunar kolefnisspors.