Fréttasafn17. jan. 2020 Almennar fréttir Mannvirki

Opið hús hjá Rafmennt í tilefni af Degi rafmagnsins

Dagur rafmagnsins á Norðurlöndum verður haldinn fimmtudaginn 23. janúar. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði orkufyrirtækja á Norðurlöndum um nokkurra ára skeið. Í tilefni dagsins ætlar Rafmennt sem er í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands, RSÍ, og Samtaka rafverktaka, SART, að vera með opið hús að Stórhöfða 27 næstkomandi fimmtudag kl. 16-18. Á opna húsinu er ætlunin að kynna endurmenntun rafiðnaðarins ásamt því að skýra frá þeim verkefnum sem Rafmennt sinnir fyrir rafiðnaðinn í landinu. 

Dagskrá

Ávörp

Hjörleifur Stefánsson, formaður SART og stjórnar Rafmenntar

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður RSÍ og stjórnarmaður Rafmenntar

Kristín Birna B. Fossdal, deildarstjóri rafbúnaðar og stjórnkerfa hjá ON

Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar

Dagur-rafmagnsins3