Fréttasafn



17. maí 2017 Almennar fréttir Mannvirki

Opinber innkaup á Íslandi til umfjöllunar á ráðstefnu í Osló

Fyrr á þessu ári stóðu Samtök iðnaðarins fyrir fundi um opinber innkaup þar sem Arnhild Gjönnes, lögmaður hjá Samtökum atvinnulífsins í Noregi (NHO) og sérfræðingur á sviði opinberra innkaupa og leiðir jafnframt starf Business Europe á sviði opinberra innkaupa, flutti erindi ásamt Theodóru S. Þorsteinsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar og formanni bæjarráðs Kópavogs. Í framhaldinu bauð Arnhild Theódóru að flytja erindi á árlegri ráðstefnu NHO um opinber innkaup og tengd málefni sem haldin var fyrir skömmu í Osló en erindi Theodóru var með yfirskriftinni „The regular housewife messing with public procurement“. 

Theodora2Erindi Theodóru voru gerð góð skil en á ráðstefnunni voru um 240 manns. Þátttakendur höfðu á orði að það væri sérstakt hvað Íslendingar væru framúrskarandi á mörgum sviðum þrátt fyrir smæð þjóðarinnar og breytingin sem lýst var á rekstri Kópavogsbæjar væri til eftirbreytni. Það mætti greinilega nýta ýmsar leiðir til að ná góðum árangri í rekstri bæjarfélaga til viðbótar við að nýta möguleika opinberra innkaupa.

Theodora3Á  ráðstefnunni voru tíu sérfræðingar sem ræddu um útboð, opinbert eftirlit með opinberum innkaupum, tilmæli OECD um breytingar á regluverki, leiðir til nýsköpunar og síðan hvernig húsmóðir úr Kópavogi hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar þegar kemur að því að skapa traust og tryggja gagnsæi við innkaup og í samningagerð sveitarfélagsins við einkaaðila.

Umfjöllun á Anbud365.no:

https://www.anbud365.no/offentlig-privat-samarbeid-gav-loft-til-et-helt-bysamfunn-pa-island/