Fréttasafn30. jan. 2024 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Opinberir verkkaupar boða ríflega tvöföldun í útboðum

Í nýrri greiningu SI kemur fram að áætluð heildarupphæð í fyrirhuguðum útboðum verklegra framkvæmda þeirra tíu opinberu aðila sem taka þátt á Útboðsþingi SI 2024 nemi á þessu ári samtals 204 milljörðum króna sem er meira en tvöföldun á raunverulegum útboðum síðasta árs þegar heildarútboð námu 89 milljörðum króna. Það skýrist helst af því að ekki varð af stórum hluta útboða sem kynnt voru á Útboðsþingi SI á síðasta ári.

Á Útboðsþingi SI 2023 voru kynnt áform níu aðila um fyrirhuguð útboð fyrir 173 milljarða króna á því ári en í lok ársins var hins vegar aðeins búið að bjóða út verkefni fyrir 88 milljarða króna hjá þeim aðilum. Útboð síðasta árs voru því 84 milljörðum króna eða 49% minni en boðað var á Útboðsþingi SI í fyrra. Þetta er mikill munur og undirstrikar að áform um útboð sem boðuð eru á þinginu eru ekki föst í hendi og ber því að taka þeim með fyrirvara. Einnig er rétt að árétta að verkefni sem fara í útboð á árinu geta komið til framkvæmda á næstu árum.

Hér er hægt að nálgast greininguna.