Fréttasafn



30. jan. 2019 Almennar fréttir Nýsköpun

Opinn fundur SI um nýsköpunarstefnu

Samtök iðnaðarins halda opinn fund um nýsköpunarstefnu sína í Iðnó fimmtudaginn 7. febrúar kl. 16.00.  Á fundinum verður farið yfir sýn og stefnu Samtaka iðnaðarins í nýsköpunarmálum
og tillögur til að efla nýsköpunarumhverfið á Íslandi en nýsköpun er ein meginforsenda verðmætasköpunar, samkeppnishæfni og gjaldeyrisöflunar landsins.

Fundarstjóri er Jóhanna Vigdís Arnardóttir, verkefnastjóri í menntamálum hjá SI

Dagskrá

Opnunarávarp - Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI

Nýsköpunarlandið Ísland - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI

Nýsköpunarstefna SI - Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI

Patent Box - María Bragadóttir, fjármálastjóri Efni

Pallborðsumræður - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi, Frosti Ólafsson, forstjóri ORF Líftækni

Boðið verður upp á léttar veitingar að fundi loknum.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn. 

Auglysing-final_1548840527444