Fréttasafn23. feb. 2018 Almennar fréttir Mannvirki

Opinn fundur um lóðaúthlutanir og uppbyggingu íbúða

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, býður til opins fundar um lóðaúthlutanir, uppbyggingu íbúða og atvinnustarfsemi. Fundurinn sem er öllum opinn verður haldinn föstudaginn 2. mars kl. 9.00-11.00 í Ráðhúsi Reykjavíkur. Á fundinum verða kynntar nýjar lóðir sem eru tilbúnar til úthlutunar. Þá kynnir borgarstjóri næstu þróunarsvæði og fer yfir hugmyndir að því hvernig auka megi samstarf við þróunar- og uppbyggingaraðila.

Fundinum verður streymt beint á þessari vefslóð: http://reykjavik.is/lodauthlutanir-og-ny-byggingarsvaedi