Fréttasafn



18. mar. 2019 Almennar fréttir

Opinn fundur um nýtt samkeppnismat OECD

Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra hefur boðað til opins fundar í Háteigi, Grand Hótel Reykjavík næstkomandi fimmtudag 21. mars kl. 15.00 þar sem formlega verður hleypt af stokkunum verkefni þar sem OECD mun framkvæma samkeppnismat á regluverki ferðaþjónustu og byggingarstarfsemi. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við Samkeppniseftirlitið auk annarra ráðuneyta og stofnana. Yfirskrift fundarins er Betra regluverk fyrir atvinnulífið.

Dagskrá

  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Ulrik Vestergaard Knudsen, aðstoðarframkvæmdastjóri OECD
  • Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins
  • Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins
  • Pallborðsumræður

Hér er hægt að fá nánari upplýsingar um fundinn.