Fréttasafn



18. maí 2018 Almennar fréttir

Opinn fundur um raforkuspár og raforkunotkun

Orkustofnun stendur fyrir opnum kynningarfundi um raforkuspár og sviðsmyndir um raforkunotkun miðvikudaginn 23. maí kl. 08.15-10.00 á veitingastaðnum Nauthóli. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá kl. 08.15.

Í auglýsingu Orkustofnunar segir að raforkuspá sé mikilvæg forsenda fyrir framkvæmdum í raforkukerfinu og óskar orkuspárnefnd eftir ábendingum og athugasemdum við raforkuspá og sviðsmyndir um raforkunotkun sem geta nýst við frekari þróun þessarar vinnu. 

Orkustofnun