Fréttasafn



15. okt. 2019 Almennar fréttir Mannvirki

Opinn fundur um samgönguáætlun

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið efnir til opins fundar um samgönguáætlun fyrir tímabilið 2020–2034 fimmtudaginn 17. október í Norræna húsinu kl. 8.30–10.00. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, er meðal þátttakenda í pallborðsumræðum um samgöngur ásamt Jónu Árný Þórðardóttur, framkvæmdastjóra Austurbrúar. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnir samgönguáætlunina en um er að ræða uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi síðasta vetur. Samgönguáætlunin verður birt í samráðsgátt stjórnvalda samtímis fundinum. Fundarstjóri er Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri.

Allir eru velkomnir en fundinum verður einnig streymt í beinni útsendingu á vef Stjórnarráðsins.

Á vef Stjórnarráðsins er hægt að fá frekari upplýsingar um fundinn.