Fréttasafn



7. jún. 2019 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Opinn kynningarfundur um Nasdaq First North

Samtök iðnaðarins, Samtök sprotafyrirtækja og Nasdaq Iceland efna til opins kynningarfundar um Nasdaq First North miðvikudaginn 12. júní kl. 08.30 í Nasdaq Iceland, Laugavegi 182.  Kynnt verður til sögunnar Nasdaq First North - Næsta skref sem unnið er í samstarfi við KPMG, LOGOS, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Kviku banka.  

Nasdaq First North er markaður sem gerir smáum og meðalstórum fyrirtækjum kleift að afla sér fjármagns og öðlast viðukenningu og sýnileika til þess að vaxa. Fjölmörg sprotafyrirtæki hafa verið skráð á First North á Norðurlöndunum á síðastliðnum árum og eru mikil tækifæri í aukinni nýtingu þessa markaðar hér á landi.

Dagskrá

· Tækifæri sem felast í skráningu smærri fyrirtækja á First North: Baldur Thorlacius, viðskiptastjóri Nasdaq First North.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.