Fréttasafn28. maí 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Opnað fyrir móttöku á umsóknum um lokunarstyrk 6

Opnað hefur verið fyrir móttöku á umsóknum um lokunarstyrk 6, þ.e. vegna stöðvunar á starfsemi frá 25. mars til og með 14. apríl á þessu ári. Lokanir vegna sóttvarnaraðgerða á þessu tímabili tóku til skemmtistaða, kráa, spilasala og spilakassa, bað- og sundstaða, heilsu- og líkamsræktarstöðva, ökunáms og flugnáms með kennara og sviðslista og sambærilegrar starfsemi.

Sótt er um í gegnum þjónustusíður umsækjenda á skattur.is. Eftir að fullbúin umsókn berst Skattinum á almennt ekki að taka langan tíma að afgreiða hana þannig að greiðsla á að geta borist umsækjanda innan ekki margra daga. Umsókn er ekki fullbúin fyrr en búið er að undirrita hana með rafrænum skilríkjum.