28. maí 2021 Almennar fréttir Starfsumhverfi

Opnað fyrir móttöku á umsóknum um lokunarstyrk 6

Opnað hefur verið fyrir móttöku á umsóknum um lokunarstyrk 6, þ.e. vegna stöðvunar á starfsemi frá 25. mars til og með 14. apríl á þessu ári. Lokanir vegna sóttvarnaraðgerða á þessu tímabili tóku til skemmtistaða, kráa, spilasala og spilakassa, bað- og sundstaða, heilsu- og líkamsræktarstöðva, ökunáms og flugnáms með kennara og sviðslista og sambærilegrar starfsemi.

Sótt er um í gegnum þjónustusíður umsækjenda á skattur.is. Eftir að fullbúin umsókn berst Skattinum á almennt ekki að taka langan tíma að afgreiða hana þannig að greiðsla á að geta borist umsækjanda innan ekki margra daga. Umsókn er ekki fullbúin fyrr en búið er að undirrita hana með rafrænum skilríkjum.  


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.