Valmynd
18. mar. 2019 Almennar fréttir Menntun
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Hvatningarsjóði iðnnema sem er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins. Verkefnið hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Umsóknarfrestur er til 30. apríl og senda þarf umsóknir á netfangið idnnemar@kvika.is.
Allar upplýsingar um hverjir geta sótt um styrk og hvað fylgja þarf með umsókn má finna í úthlutunarreglum sjóðsins.
Á vef Kviku er hægt að fá nánari upplýsingar.
Myndin er tekin frá afhendingu styrkja úr sjóðnum á síðasta ári.
Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?
Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.