Fréttasafn15. maí 2017 Almennar fréttir Menntun

Opnað fyrir umsóknir í frumgreinanám við HR

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í frumgreinanám við Háskólann í Reykjavík. Frumgreinanám er eins árs aðfararnám meðal annars fyrir fólk með iðnmenntun sem hefur hug á að hefja háskólanám. Kynningarfundur um námið verður haldinn miðvikudaginn 24. maí næstkomandi kl. 17.30 í Háskólanum í Reykjavík í stofu M104. Þar svara kennarar, nemendur og starfsfólk fyrirspurnum.

Hér er hægt að nálgast allar helstu upplýsingar.

Einnig er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á frumgreinar@ru.is eða hringja í síma 599 6447.