Fréttasafn



27. apr. 2016 Menntun

Opnað fyrir umsóknir í Forritara framtíðarinnar

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í SJÓÐINN FORRITARAR FRAMTÍÐARINNAR OG RENNUR UMSÓKNARFRESTUR ÚT 20. MAÍ 2016.

ALLIR GRUNN- OG FRAMHALSSKÓLA SEM OG SVEITARFÉLÖG ERU HVÖTT TIL AÐ SÆKJA UM.

Áherslur í úthlutun fyrir árið 2016 eru:

  • Að þjálfa kennara fyrir forritunarkennslu
  • Að þjálfa kennara fyrir forritunarkennslu á spjaldtölvur
  • Tækjabúnaður í formi borðvéla

Í þessari úthlutun leggur sjóðurinn áherslu á að þjálfa kennara til þess að geta kennt forritun og úthluta borðtölvum til þess að efla tækjakost skólanna. Það sem er nýtt í þessa úthlutun er að við viljum hjálpa þeim skólum sem þegar hafa innleitt spjaldtölvur að bjóða upp á forritunarkennslu á spjaldtölvur. Þannig viljum við nýta spjaldtölvur til að kveikja áhuga á forritun og efla forritunarfærni enn frekar.

ATH: síðasta umsókn gildir ekki í þessari úthlutun þ.e. senda þarf inn nýja umsókn. Þegar sótt er um tækjabúnað er einungis hægt að sækja um borðvélar.

Smelltu hér til að sækja um styrk!

Sjóðurinn „Forritarar framtíðarinnar” er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Um er að ræða samstarfsverkefni Skema, RB og aðila atvinnulífsins.