Opnað fyrir umsóknir í vinnustaðanámssjóð
Vinnustaðanámssjóður hefur opnarð fyrir umsóknir um styrki vegna vinnustaðanáms nema á tímabilinu 1. nóvember 2024 til 31. október 2025. Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.
Forsenda styrkveitingar er að fyrir liggi staðfestur vinnustaðanámssamningur sem stofnaður hefur verið í rafrænni ferilbók nemandans.
Umsóknarfrestur er til 17. nóvember kl. 15:00.
Athygli er vakin á að úthlutunarreglur vinnustaðanámssjóðs voru uppfærðar 25. september 2025. Markmið sjóðsins er að hvetja fyrirtæki og stofnanir til þess að taka við nemendum í vinnustaðanám sem hluta af námi á framhaldsskólastigi og gera þeim þannig kleift að ljúka tilskildu vinnustaðanámi.