Fréttasafn26. mar. 2020 Almennar fréttir Menntun

Opnað fyrir umsóknir um styrki til iðnnáms

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki úr Hvatningarsjóði iðnnema sem er samstarfsverkefni Kviku og Samtaka iðnaðarins. Allar upplýsingar um hverjir geta sótt um styrk og hvað fylgja þurfi með umsókn má finna í úthlutunarreglum sjóðsins á vef Kviku. Umsóknarfrestur er til 20. apríl næstkomandi og senda á umsóknir á netfangið idnnemar@kvika.is.

Hvatningarsjóðurinn hefur það að markmiði að efla umræðu og vitund um mikilvægi iðn- og starfsnáms og þýðingu starfa sem því tengjast fyrir íslenskt atvinnulíf. Sérstök áhersla er lögð á að auka hlutfall kvenna og eru konur sérstaklega hvattar til að skoða þau tækifæri sem bjóðast. Á vefnum nemahvad.is er hægt að skoða hvaða nám er í boði. 

Kvika hefur látið útbúa auglýsingar undir slagorðinu Láttu hlutina gerast og sýna iðnnema með einn hlut sem þau hafa ýmist búið til eða tengist náminu þeirra. 

Kvika_Hvat_Idn_2020_MG_5264Lára Guðnadóttir er nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Kvika_Hvat_Idn_2020_MG_5544Hallgrímur Þorgilsson er nemi í húsamíði í Fjölbrautarskóla Suðurlands.

Kvika_Hvat_Idn_2020_MG_5306Þóra Kolbrún Jóhannsdóttir er nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Kvika_Hvat_Idn_2020_MG_5424Örn Arnarson er nemi í vélstjórn í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

Kvika_Hvat_Idn_2020_MG_5500Vala Alvilde Berg er nemi í rafvirkjun í Verkmenntaskólanum á Akureyri.

 


Poster