Fréttasafn



30. nóv. 2018 Almennar fréttir

Orka og nýsköpun til umfjöllunar

Kynningarfundur Orkustofnunar og Rannís á nýjum áætlunum Uppbyggingarsjóðs EES á sviði orku, nýsköpunar o.fl. í Rúmeníu, Grikklandi og Portúgal fyrir árin 2014–2021 verður haldinn á Grand hótel næstkomandi mánudag 3. desember kl. 8.30–12.00. Aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins eru velkomin á fundinn. 

Á fundinum munu fulltrúar frá Innovation Norway, sem er umsjónaraðili verkefnisins í Rúmeníu og Orkustofnun sem er ráðgjafi og umsjónaraðili fyrir hönd Íslands, fara yfir orkuáætlunina í Rúmeníu, en þegar hefur verið auglýst eftir umsóknum aðila í verkefni á sviði endurnýjanlegrar orku, s.s. jarðvarma, vatnsafls, aðra endurnýjanlegra orkugjafa og svokallaða smærri styrki. Samtals er upphæð áætlunarinnar um 27 milljónir evra eða 3,8 milljarðar króna. Frestur til að skila inn umsóknum er til 14. mars 2019.  Á fundinum verður auk þess fjallað um nýsköpun í þessum löndum og sér Rannís um þann hluta.     

Á vef Orkustofnunar er hægt að skrá sig á fundinn. 

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um fundinn.

Viðburðurinn á Facebook

Orkustofnun-og-Rannis