Orka og tækni til sýnis í Laugardalshöllinni í haust
Sýningin Orka og tækni verður haldin í Laugardalshöllinni 29. og 30. september á þessu ári. Á sýningunni gefst fyrirtækjum innan orku- og rafmagnsgreinarinnar kostur á að kynna fyrir fagaðilum og almenningi allt það sem atvinnugreinin hefur upp á að bjóða.
Það er fyrirtækið Ritsýn sf. sem hefur umsjón með sýningunni en Ritsýn hefur staðið fyrir fjölda fagsýninga undanfarna tvo áratugi, nú síðast stórsýningunni Sjávarútvegur 2016/Iceland Fishing Expo 2016 í Laugardalshöll. Þeir sem eru áhugasamir að taka þátt í sýningunni geta haft samband við Ólaf M. Jóhannesson, sýningarstjóra, omj@omj.is eða Ingu hjá Athygli inga@athygli.is.