Fréttasafn31. maí 2021 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Innviðir Mannvirki Orka og umhverfi

Orkusjóður opnar fyrir umsóknir um styrki til orkuskipta

Orkusjóður hefur auglýst styrki til orkuskipta 2021 með heildarfjárhæð úthlutunar 320 milljónir króna. Umsóknarfrestur er til 30. júní og er hægt að senda umsóknir í gegnum þjónustugátt Orkustofnunar gattin.os.is.

Í auglýsingunni kemur fram að um sé að ræða tvo flokka styrkja, annars vegar verkefnastyrkir og hins vegar innviðastyrkir.

Verkefnastyrkir geta að hámarki numið 33% af áætluðum stofnkostnaði við kaup á tækjum og búnaði honum tengdum.

  1. Verkefni sem minnka verulega eða skipta alveg út jarðefnaeldsneyti í framleiðslugreinum, matvælaiðnaði og sjávarútvegi, t.d. olíunotkun í þurrkurum, í dísilvélum eða við bræðslu.
  2. Líf- eða rafeldsneytisframleiðsla (t.d. vetni) og/eða orkugeymsla.
  3. Stuðningur við kaup á flutningsbílum sem nota vistvænt eldsneyti eða til uppbyggingar innviða sem stuðla að notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir slík farartæki.
  4. Stuðningur við kaup á vinnuvélum sem nota vistvæna orku.

Innviðastyrkir geta að hámarki numið 50% af áætluðum stofnkostnaði tækja og búnaðar honum tengdum.

  1. Uppsetning hleðslustöðva (viðmið 22 kW) við gististaði og fjölsótta ferðamannastaði.

Orkusjóður áskilur sér rétt til að forgangsraða styrkjum í samræmi við áherslur stjórnvalda við orkuskipti, s.s. líta til þess hversu líklegt er að styrkhæft verkefni hraði orkuskiptum og hversu mikil áhrif það hefur til minnkunar á kolefnafótspori. Einnig verður horft til dreifingu verkefna um landið og hversu hratt þau eru talin koma til framkvæmda. Styrkupphæð til hvers verkefnis ræðst af getu sjóðsins og fjölda umsókna.

Hér er hægt að nálgast upplýsingar um verkefni sem hafa áður hlotið styrki.

Orkusjodur-auglysing-mai-2021