Fréttasafn



23. maí 2023 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun Orka og umhverfi

Orkuskipti rædd í Nýsköpunarvikunni

Nanna Elísa Jakobsdóttir, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, stýrði umræðum um orkuskipti á fundi sem fór fram í dag og tengist Nýsköpunarvikunni sem hófst í gær í Grósku. 

Þar ræddi Nanna við Egil Tómasson hjá Landsvirkjun, Völu Hjörleifsdóttur hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Svein Margeirsson hjá Brimi og Lilju Magnúsdóttur hjá HS orku um orkuskiptin sem eru framundan og hvernig á að ná því markmiði að eingöngu verði notuð græn endurnýjanleg orka.

Nýsköpunarvikan stendur yfir dagana 22.-26. maí með fjölmörgum viðburðum alla dagana. 

Hér er hægt að nálgast yfirlit yfir viðburði vikunnar.

Egill Tómasson hjá Landsvirkjun, Sveinn Margeirsson hjá Brimi, Vala Hjörleifsdóttir hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Lilja Magnúsdóttir hjá HS orku og Nanna Elísa Jakobsdóttir hjá SI.