Fréttasafn



8. jan. 2024 Almennar fréttir Mannvirki Orka og umhverfi

Örnámskeið um Svansvottaðar byggingaframkvæmdir

Iðan í samvinnu við gæðastjóra í bygginga- og mannvirkjagerð innan SI efna til örnámskeiðs miðvikudaginn 17. janúar kl. 8.30-9.30 í Iðunni í Vatnagörðum 20 þar sem umfjöllunarefnið er Svansvottaðar framkvæmdir – reynsla verktaka.

Sigrún Melax, gæðastjóri hjá Jáverk, og Guðrún Ólafsdóttir, öryggis- og gæðastjóri hjá Byggingarfélagi Gylfa og Gunnars, munu flytja stutt erindi. Þær segja frá reynslu af Svansvottuðum verkefnum sem fyrirtækin hafa farið í gegnum og fara yfir helstu áskoranir og lærdóm sem hlotist hefur af þeim.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Þau sem vilja fylgjast með námskeiðnu á Teams skrá sig í fjarnám.

Hér er hægt að skrá sig.