Fréttasafn



1. des. 2016 Almennar fréttir

Óskað eftir tillögum að lokaverkefni í tölvunarfræði

Háskólinn í Reykjavík býður fyrirtækjum að senda inn tillögu að lokaverkefni í tölvunarfræði þar sem nemendum gefst tækifæri til að vinna að raunverulegu hugbúnaðarverkefni í nánum tengslum við atvinnulífið. Fyrirtæki innan SI eru hvött til að taka þátt og koma með tillögur en verið er að safna saman hugmyndum sem verða kynntar nemendum 13. desember. Verkefnin verða unnin á vorönn 2017 sem er tímabilið janúar og fram í maí. Nemendur vinna í 2-4 manna hópum undir leiðsögn verkefniskennara og fá aðstöðu hjá tilteknu fyrirtæki. Frumkvæði að verkefnum kemur að öllu jöfnu frá fyrirtækjum.

Nánari upplýsingar má finna á slóðinni http://www.ru.is/td/lokaverkefni/fyrirtaeki/ eða með því að senda tölvupóst á Hallgrím Arnalds, forstöðumann B.Sc. náms Tölvunarfræðideildar HR, hallgrimur@ru.is

Á síðasta ári voru unnin 30 verkefni í samstarfi við fjölbreytt fyrirtæki. Dæmi um verkefni frá síðasta ári:

  • Ground Tester app - Icelandair
  • Minjakort - Minjastofnun Íslands
  • Cloud Analytics - Marel
  • Dynamics AX og Internet of Things - Advania
  • Tempo Chrome Extension - Tempo
  • Mælirekstrarkerfi - Veðurstofa Íslands
  • Rauntímaeftirlit með beinsínstöðvum - LS Retail
  • Launráður - Launagreining skv jafnlaunastaðli - GBS ráðgjöf