Fréttasafn



9. nóv. 2018 Almennar fréttir

Óskað eftir tilnefningum fyrir Hvatningarverðlaun jafnréttismála

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Samtök atvinnulífsins, Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð og Háskóli Íslands óska eftir tilnefningum til Hvatningarverðlauna jafnréttismála 2018 sem verða afhent þann 19. nóvember næstkomandi. Fyrirtæki geta sent inn tilnefningar til 13. nóvember kl. 17.00. 

Hvatningarverðlaunum jafnréttismála er ætlað að vekja jákvæða athygli á fyrirtækjum sem hafa stuðlað að jafnrétti á markvissan hátt innan sinna fyrirtækja og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Tilnefningar er hægt að senda á netfangið verdlaun@sa.is

Á vef SA er hægt að nálgast frekari upplýsingar um verðlaunin og hvaða skilyrði þarf að uppfylla.