Óskað eftir tilnefningum fyrir Kuðunginn
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári, er þess verðug að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2016. Aðildarfyrirtæki SI eru hvött til að senda inn tilnefningar en hér er um að ræða gott tækifæri til að vekja athygli á því góða umhverfisstarfi sem unnið er í fjölmörgum fyrirtækjum.
Óskað er eftir því að stutt greinargerð fylgi með tilnefningunni. Fyrirtæki og stofnanir geta hvort heldur tilnefnt sig sjálf eða verið tilnefnd af öðrum. Tillögur þurfa að berast í síðasta lagi miðvikudaginn 17. mars næstkomandi.
Umhverfisráðuneytið veitti Kuðunginn fyrst árið 1995, þá fyrir starf á árinu 1994. Þau fyrirtæki sem hafa hlotið viðurkenninguna hingað til eru: ÁTVR, Landspítalinn, Kaffitár, Íslenskir fjallaleiðsögumenn, Náttúran.is, Farfuglaheimilin í Reykjavík, Oddi, Íslenska gámafélagið, Sólarræsting, Bechtel, Línuhönnun, Orkuveita Reykjavíkur, Hópbílar, Árvakur, Íslenska álfélagið, Borgarplast, Fiskverksmiðja Haraldar Böðvarssonar á Akranesi, Olíufélagið, Fiskverkun KEA í Hrísey, Prentsmiðja Morgunblaðsins, Umbúðamiðstöðin, Gámaþjónustan og Kjötverksmiðjan Goði.
Nánar á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytis.