20. des. 2021 Almennar fréttir Menntun

Óskað eftir tilnefningum fyrir menntaverðlaun

Skilafrestur fyrir tilnefningar vegna menntaverðlauna atvinnulífsins rennur út á morgun þriðjudaginn 21. desember. Verðlaunin verða afhent á Menntadegi atvinnulífsins sem fram fer í Hörpu miðvikudaginn 2. febrúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Verðlaun eru veitt í tveimur flokkum; menntafyrirtæki og menntasproti ársins 2022. Tilnefningar og fylgiskjöl sendist rafrænt í tölvupósti á verdlaun@sa.is.

Helstu viðmið fyrir menntafyrirtæki ársins eru:

• að skipulögð og markviss fræðsla sé innan fyrirtækisins

• að sem flest starfsfólk taki virkan þátt

• að haldið sé utan um mælikvarða í fræðslumálum

• að hvatning sé til staðar til frekari þekkingaröflunar

Helstu viðmið vegna menntasprota ársins eru:

• að lögð sé stund á nýsköpun í menntun og fræðslu-innan fyrirtækis og/eða í samstarfi fyrirtækja

• samstarf fyrirtækja og samfélags um eflingu fræðslu-innan sem utan fyrirtækja

Fyrirtæki geta tilnefnt sig sjálf en skýr og skipulögð gögn hjálpa dómnefnd að meta verkefni. Greinargerð á að vera að hámarki þrjár A4 blaðsíður þar sem rökstutt er hvers vegna viðkomandi fyrirtæki er tilnefnt og hvernig það uppfyllir viðmiðin sem liggja til grundvallar.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.