Óskað eftir tilnefningum til Menntaverðlauna atvinnulífsins
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Nordica þriðjudaginn 11. febrúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Fyrirtækjum er velkomið að tilnefna sig sjálf. Tilnefningar þurfa að berast eigi síðar en þriðjudaginn 28. janúar.
Verðlaun eru sem fyrr veitt í tveimur flokkum; menntafyrirtæki ársins og menntasproti ársins.
Hér er hægt að senda inn tilnefningar.
Myndin er frá afhendingu verðlaunanna á síðasta ári þegar Bara tala hlaut Menntasprotann 2024.