Fréttasafn



24. nóv. 2020 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Starfsumhverfi

Óskiljanleg styrkjaúthlutun Reykjavíkurborgar til RÚV

Í Morgunblaðinu er rætt við Björgu Ástu Þórðardóttur, yfirlögfræðing SI, um samning Reykjavíkurborgar og Ríkisútvarpsins um samstarfsverkefnið UngRÚV, þar sem stjórnvald styrkir opinbert fyrirtæki, sem þegar njóti hárra greiðslna af almannafé. Í fréttinni segir að þá hafi spurningar vaknað um formið, þar sem borgin greiði RÚV með styrkjum í stað þess að greiða fyrir skv. þjónustusamningi, sundurliðuðum eftir því hvort um samkeppnisrekstur er að ræða eða ekki. „Umrædd styrkjaúthlutun Reykjavíkurborgar til Ríkisútvarpsins upp á rúmar 14 m.kr. er óskiljanleg og vekur óneitanlega furðu. Bæði sökum þess að stjórnvald er hér að styrkja opinbert hlutafélag sem fær um 4 milljarða árlega í nefskatt og það er gert án þess að samkeppnisaðilum RÚV sé gefinn kostur á að sækja um sambærilegan styrk.“ 

Í fréttinni bætir Björg Ásta við að framleiðsla á efni fyrir ungt fólk hafi nú þegar verið styrkt úr almannasjóðum samkvæmt þjónustusamningi ríkisins frá 2016.

Morgunblaðið, 24. nóvember 2020. 

Morgunbladid-24-11-2020