Fréttasafn



8. feb. 2021 Almennar fréttir

Óteljandi möguleikar í íslenska hagkerfinu

Það þarf að breyta gangi hagkerfisins með eflingu hugverkaiðnaðar og almennri áherslu á samkeppnishæfni sem styður við iðnað og atvinnulífið í heild sinni. Hugverkaiðnaður er fjórða stoðin sem skotið hefur rótum. Þetta segir Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, í viðtali í nýjasta tölublaði tímaritsins Þjóðmál undir fyrirsögninni Óteljandi möguleikar í íslenska hagkerfinu. Í viðtalinu segir hann að ekki verði hægt að endurreisa hagkerfið í þeirri mynd sem það var fyrir COVID-19 faraldurinn heldur þurfi að skapa ný verðmæti til að bæta lífskjör.

Í viðtalinu segir Sigurður meðal annars að það þurfi miklu meiri samhæfingu til að auka samkeppnishæfni landsins. „Það eru nokkrir þættir sem skipta mestu þegar kemur að framleiðni. Menntun og mannauður eru þar á meðal, að hafa réttu hæfnina og færnina. Innviðir þurfa að vera traustir og byggja undir aðra verðmætasköpun. Nýsköpun er þáttur og það er starfsumhverfið líka sem snýr að sköttum og regluverki. Allt þarf þetta að mynda góða og trausta heild og því þarf að skerpa á því sem í daglegu tali kallast atvinnustefna.“ Þegar hann er spurður hver eigi að móta hana segir hann stjórnvöld eigi að gera það. „Þau bera ábyrgð á stefnumótuninni.“

2021.01-Vetrarhefti-Thjodmal