Fréttasafn7. jún. 2022 Almennar fréttir Innviðir Mannvirki Starfsumhverfi

Óvissa um heimildir sveitarfélaga til að innheimta

Rætt er við Jó­hönnu Klöru Stef­áns­dótt­ur, sviðsstjóra mann­virkja­sviðs SI, á mbl.is þar sem hún seg­ir sýknu­dóm Hæsta­rétt­ar gera það að verk­um að óvissa ríki um heim­ild­ir sveit­ar­fé­laga til að inn­heimta gjöld á borð við innviðagjald. „Við fór­um af stað á sín­um tíma með ákveðin álit sem bentu til þess að laga­leg óvissa ríkti um þessi mál. Hags­mun­irn­ir snú­ast um meira en inn­heimtu þessa innviðagjalds, þetta snýr að heim­ild­um sveit­ar­fé­laga til að inn­heimta allskon­ar svona gjöld, á þess­um for­send­um. Það var á bratt­an að sækja eft­ir niður­stöðu Lands­rétt­ar en þetta var þannig mál, að við þurft­um að fara með það alla leið.“  Hún segir á mbl.is að nú sitji verk­tak­ar hins veg­ar uppi með þá niður­stöðu að heim­ild sé fyr­ir gjöld­un­um, sem hafi gríðarlegt for­dæm­is­gildi og skilji verk­taka eft­ir í óvissu um heim­ild­ir sveit­ar­fé­laga í þess­um mál­um yf­ir­höfuð.

Ekki ljóst hvernig gjöld sveitarfélög geta innheimt í framtíðinni

Þegar blaðamaður mbl.is spyr Jóhönnu Klöru hvort ein­hver atriði séu orðin skýr­ari eft­ir dóm­inn svarar hún: „Þeim er eins og í þessu til­viki veitt heim­ild til þess að fara í einkarrétt­ar­lega samn­inga með inn­heimtu gjalda og það er þá raun­veru­lega ekki ljóst hvar eða hvernig gjöld er þá hægt að taka upp á að inn­heimta í framtíðinni, í tengsl­um við þetta. Þess vegna líka fögn­um við því í millitíðinni að það er átaks­hóp­ur í hús­næðismál­um sem skilaði fyr­ir þjóðhags­ráð nýrri skýrslu núna í maí og þar er ein­mnitt sér­stak­lega kveðið á um það að það þurfi að skoða hvort skýra þurfi inn­heimtu þessarra gjalda með bættri laga­setn­ingu. Við telj­um það vera staðfest­ingu á því að þetta er ekki boðlegt fyr­ir iðnaðinn að vera í þess­ari óvissu. Núna tek­ur við það sama, ástæða þess að við fór­um í þetta mál er að þetta snýr ekki aðeins að Reykja­vík held­ur öðrum sveit­ar­fé­lög­um líka. Núna stönd­um við eft­ir með fleiri spurn­ing­ar um fram­haldið og hvernig sveit­ar­fé­lög­in muni þróa þess­ar inn­heimtuaðferðir til framtíðar. Það er auðvitað eitt­hvað sem við verðum að skoða.“ 

mbl.is, 3. júní 2022.