Pallborðsumræður SÍK með dagskrárstjórum
Aðalfundur Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, fer fram í dag föstudaginn 8. október kl. 16.00 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Að loknum aðalfundarstörfum kl. 17.00 verður efnt til pallborðsumræðna með dagskrárstjórum Símans, Sýnar og RÚV. Rætt verður um stefnu sjónvarpsstöðva hér á landi þegar kemur að íslensku dagskrárefni. Þátttakendur í umræðunum eru Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri Símans, Þórhallur Gunnarsson, dagskrárstjóri Sýnar, og Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV.
Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum SÍK. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Hér geta félagsmenn skráð sig á fundinn.