Fréttasafn



13. júl. 2018 Almennar fréttir

Persónuverndarstefna SI

Samtök iðnaðarins hafa birt á vefsíðu sinni sérstaka persónuverndarstefnu vegna nýrra laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga (nr. 90/2018) sem taka gildi nú um helgina en um er að ræða innleiðingar á reglugerð Evrópusambandsins um vernd einstaklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýsinga og frjálst flæði slíkra upplýsinga (GDPR). 

Hér er hægt að nálgast persónuverndarstefnu SI. Í stefnunni er tilgreint með hvaða hætti vinnsla persónuupplýsinga skal fara fram innan Samtaka iðnaðarins til að uppfylla kröfur samtakanna um vernd gagna sem og lagalegar skuldbindingar um vernd persónuupplýsinga.

Ítarlegar upplýsingar um lögin auk sniðmáta sem félagsmenn SI geta stuðst við er að finna á vinnumarkaðsvef SA.