Pípulagningameistarar funda um kjarasamningana
Félagsmenn í Félagi pípulagningarmeistara funduðu í gær um kjarasamningana sem eru framundan. Fundurinn var haldinn í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35 og flutti Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins, erindi þar sem hann fór meðal annars yfir kröfugerð iðnaðarmanna.
Guðmundur Heiðar Guðmundsson, lögmaður á vinnumarkaðssviði Samtaka atvinnulífsins.