Fréttasafn



4. des. 2025 Almennar fréttir Mannvirki

Pípulagningameistarar innan SI funda með sérfræðingum HMS

Pípulagningameistarar innan Samtaka iðnaðarins sátu fund með Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS,  á dögunum í Húsi atvinnulífsins. 

Á fundinum tók Þórunn Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri sviðs mannvirkja og sjálfbærni hjá HMS, fyrir rafmagnseftirlit stofnunarinnar og sköpuðust fjörugar umræður í kjölfar og á meðan á erindinu stóð. Smári Freysson, sérfræðingur hjá HMS, fór yfir hugmyndir og stefnur að breyttu byggingareftirliti. Fundarmenn komu fjölmörgum gagnlegum punktum á framfæri og vörpuðu ljósi á skoðanir sinnar iðngreinar. 

Pip1

Pip2

Pip4