Fréttasafn31. maí 2018 Almennar fréttir

Póllinn á Ísafirði sóttur heim

Póllinn á Ísafirði var einn af viðkomustöðum stjórnar SI á för sinni um Vestfirði og tók Sævar Óskarsson á móti þeim. Fyrirtækið á yfir hálfrar aldar sögu en það var stofnað í maí 1966. Póllinn starfar nú á sviði rafverktöku og er þannig fyrst og fremst þjónustufyrirtæki auk þess sem Póllinn starfrækir verslun. Helstu viðskiptavinir Pólsins eru í sjávarútvegi og iðnaði. Saga Pólsins er áhugaverð en fyrirtækið þróaði meðal annars fyrstu rafeindavogina undir merkjum Pols. Sú starfsemi er í dag hluti af Marel.

Í samtölum kom fram að erfitt reynist að fá fólk til starfa. Til að mynda er rafvirkjun ekki kennd á svæðinu og hefur það áhrif á framboð af starfsfólki. Einnig getur það haft áhrif á námsval ungmenna á svæðinu.

Pollinn2