Fréttasafn25. ágú. 2016

PPP - ábati og áhættur

Undanfarin misseri hefur umræða um samstarfsverkefni opinberra og einkaaðila (e. Public Private Partnership eða PPP) um innviðaframkvæmdir aukist. Deloitte í samstarfi við SI stóðu fyrir morgunverðarfundi í Hörpu þar sem fjallað var um innviðafjárfestingar frá ýmsum hliðum. 

Ólöf Nordal innanríkisráðherra, var með opnunarávarp í upphafi fundarins. Lovísa Anna Finnbjörnsdóttir, Deloitte Ísland, flutti erindi með yfirskriftinniPPP - Raunhæfur valkostur fyrir ríki og sveitarfélög á Íslandi? Rikke Beckmann Danielsen, Deloitte Danmörk, flutti erindi með yfirskriftinni Why should the public sector use PPP and what are the best practices in tender processes? Erindi Njal Olsen, Danish Building and Property Agency, var með yfirskriftinni PPP experiences from the Danish Building & Property Agency‘s perspective. Sterkari innviðir – aukinn árangur var yfirskrift erindis Almars Guðmundssonar, framkvæmdastjóra SI. Fundarstjóri var Tryggvi Jónsson, formaður Félags ráðgjafaverkfræðinga.

Hér má nálgast erindi Almars.