Fréttasafn29. nóv. 2018 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Prentmet fullvinnur allar tegundir bóka

Prentmet sem er aðildarfyrirtæki Samtaka iðnaðarins hefur sent út fréttatilkynningu þess efnis að vegna fréttaflutnings undanfarna daga vilji fyrirtækið leiðrétta þann misskilning að ekki sé hægt að endurprenta jólabækur hérlendis. Árið 2003 keypti Prentmet Félagsbókbandið Bókfell og samhliða því kom mikið af reynslumiklu starfsfólki til starfa hjá Prentmet.

Prentmet er í dag eina prentsmiðja landsins sem getur fullunnið harðspjaldabækur og getur framleitt allar gerðir bóka. Fyrirtækið hefur í gegnum tíðina unnið með fremstu bókahönnuðum landsins í hefðbundinni og óhefðbundinni bókaframleiðslu.

Meðfylgjandi myndir eru teknar í Prentmeti.

IMG_1525

IMG_1519

IMG_1542

IMG_1544