Prentmet Oddi og Bara tala í samstarf
Prentmet Oddi og Bara tala eru komin í samstarf en bæði eru aðildarfyrirtæki SI. Í samstarfinu felst að Prentmet Oddi sér um allt prentað kynningarefni fyrir Bara tala og erlendir starfsmenn Prentmet Odda fá afnot af appinu Bara tala og styrkja sig þannig í íslensku. En appið er líkt og stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni. Forritið hlustar á notendur tala, æfir þá í framburði og veitir endurgjöf í rauntíma. Með Bara tala geta þeir æft íslensku hvar og hvenær sem er.
Í tilkynningu er haft eftir Jóni Gunnari, framkvæmdastjóra og stofnanda Bara tala: „Við erum spennt að hefja samstarf með Prentmet Odda, þar sem við sameinum prentað kynningarefni og stafræna lausn Bara tala. Fyrsta verkefnið er að útbúa efni fyrir erlent starfsfólk leikskóla og heimahjúkrunar. Lausnin er þegar komin í 10 sveitarfélög og yfir 70 vinnustaðir. Með prentuðu efni aukum við vitundina um mikilvægi þess að tala íslensku, og undirstrikum að íslenska með hreim er tákn um hugrekki.“
Jón Gunnar hjá Bara tala og Ingibjörg Steinunn Ingjaldsdóttir hjá Prentmet Odda.