Prentsmiðjubókin prentuð í Prentmet Odda
Prentsmiðjubókin eftir Svan Jóhannesson kom nýverið út en bókin er prentuð í Prentmet Odda og segir frá tæplega fjögur hundruð prentstöðum á Íslandi allt aftur á öndverða sextándu öld. Frá Jóni sænska að Prentmeti Odda. Í bókinni kemur fram að heimildum beri saman um að Jón Hólabiskup Arason hafi fyrstur manna flutt prentsmiðju til Íslands, en ekki sé ljóst hvaða ár það var. Einnig er sagt að prentarinn hafi heitið Jón Matthíasson eða Mattheusson og verið kallaður hinn sænski.
Svanur Jóhannesson í Prentmet Odda þegar bókin er í prentun.