1. nóv. 2016 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk

Prýði í stefnumótun

Prýði sem er samstarfsvettvangur fimm fagfélaga innan SI héldu stefnumótunarfund á Vox Club á Hilton Reykjavík dagana 31. október og 1. nóvember. Á fundinn mættu fulltrúar allra fagfélaganna en þau eru Félag hársnyrtimeistara á Norðurlandi, Félag íslenskra gullsmiða, Félag íslenskra snyrtifræðinga, Klæðskera- og kjólameistarafélagið og Ljósmyndarafélag Íslands. Margt var til umræðu á fundinum sem Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar SI, stýrði. Á fundinum var horft til framtíðar og verkefnum forgangsraðað með það að leiðarljósi að unnið sé að sameiginlegum hagsmunamálum fagfélaganna. 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.